Landaáskorun

Ég hef ákveðið að blogga um landaáskorunina sem ég setti sjálfri mér fyrir stuttu. Ég ætla að reyna að elda mat frá öllum löndum heimsins! Já, öllum löndum heimsins! Það gera tæplega 200 uppskriftir sem ég kem til með að elda næstu árin væntanlega. Ég held þetta verið mjög skemmtilegt og að ég muni læra ýmislegt um matarmenningu landanna. Þar sem ég reyni að borða sem minnst af kolvetnum svona dags daglega munu uppskriftirnar stundum vera lágkolvetna útgáfur af upprunalega matnum. Ég mun t.d. skipta út sykri yfir í erythritol og hunangi út fyrir sukrinsírópi og nota blómkálsgrjón í staðinn fyrir venjuleg hrísgrjón. 


landaáskorun

Ummæli

Vinsælar færslur