Bretland - Bangers and mash með lauksósu

Bretland þarf varla að kynna fyrir fólki en ég mun nú samt skrifa aðeins um matarmenninguna. 
Bresk matarmenning hefur orðið fyrir þó nokkrum áhrifum í gegnum aldirnar. Matargerðin byggir á gömlum keltneskum hefðum. Þegar Engilsaxar námu land á Bretlandseyjum, á 5. öld, komu þeir með sér sínar hefðir, svo sem að sjóða alls kyns kássur með kryddjurtum. Á 11. öld komu Normanar með ýmis framandi krydd. Loks hafði Indland mikil áhrif á matarmenningu landsins á meðan Breska heimsveldið var sem stærst. 

Frægir breskir rétti eru m.a. fish and chips, tikka masala, shepherd’s pie, bangers and mash, steak and kidney pie og yorkshire pudding. 

Fyrir Bretland valdi ég að elda Bangers and mash með lauksósu. Þetta er afskaplega einföld uppskrift en hún virkar vel.

Bangers and Mash með lauksósu

800 g nípur (eða annað grænmeti, t.d. blómkál)
2 dl rjómi
1 tsk sæta
8 góðar svínapylsur
1 laukur, í stórum bitum
smjör
1 nautateningur
1 dl rauðvín
1/4 tsk Xanthan gum

1. Byrjið á að skera niður grænmetið og setjið það í pott ásamt vatni. Sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt. 
2. Maukið soðna grænmetið ásamt rjóma og sætu með töfrasprota eða blandara. Smakkið til.
3. Steikið lauk í smjöri í litlum potti í um 5 mínútur. 
4. Bætið vatni og nautateningnum út í. Sjóðið í 5-10 mínútur.
5. Setjið rauðvínið út í sósuna og bætið svo xanthan gumminu út í og hræið vel.

6. Steikið loks pylsurnar í smjöri á pönnu og berið strax fram með músinn og sósunni. 

Enjoy your meal!

Nú eru 10 af 198 löndum búin. Það gerir um 0,5%! Næsta stopp er innan sömu heimsálfu en líklega er þó maturinn gjörólíkur þeim breska. 


Afríka: 1 af 54
Asía: 3 af 49
Evrópa: 2 af 46
Eyjaálfa: 0 af 14
Norður Ameríka: 3 af 23
Suður Ameríka: 1 af 12

Samtals: 10 af 198


Ummæli

Vinsælar færslur