Kjúklingur frá Jamaíka
Jamaíka! Reggí, rastafarian, Bob Marley, Usain Bolt og mjög góður kjúklingaréttur!
Jamaíka er eyríki í Karíbahafi, sunnan við Kúbu, Haítí og Dómíníska lýðveldið. Eyjan var spænsk nýlenda frá 1509 til 1655, þegar Bretar hertóku hana. Íbúar eyjarinnar eru flestir afkomendur afrískra þræla sem fluttir voru þangað til að vinna á sykurplantekrum. Jamaíka fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1962. Höfuðborg landsins heitir Kingston og í landinu búa um 3 milljónir manna á svæði sem er aðeins stærra en Norður-Múlasýsla. Fjölmargir Jamaíkubúar búa þó í öðrum löndum í heiminum. Opinbert tungumál landsins er enska en tala kreólamál eyjarinnar, sem er blanda af ensku og Vestur-Afrískum málum. Flestir íbúar Jamaíku eru kristnir en á eyjunni er stærsti hópur rastafara í heiminum enda trúin upprunin í landinu. Frá sjálfstæði hefur Jamaíka glímt við háa morðtíðni og í mörg ár hefur landið verið með hæstu morðtíðni í heimi. Jamaísk menning hefur haft mikil áhrif á allan heiminn t.d. er reggae, ska og dub-tónlist upprunin þaðan og eyjan hafði einnig nokkur áhrif á þróun pönksins, hip-hops og rapptónlistar. Stærsta reggae-stjarna allra tíma, Bob Marley, er frá Jamaíku. Jamaísk matarmenning er hins vegar ekki eins vel þekkt og tónlistin þaðan. Helst er það kryddblandan Jamaican Jerk sem er þekkt utan landsins. Matarmenningu Jamaíku svipar til matarmenningu annarra landa í Karíbahafi. Meðal vinsælla hráefna eru allrahanda, avókadó, bananar, kókos og kókosmjólk, hvítlaukur, engifer, gvava, sætar kartöflur, tamarind, ananas, timjan, sjávarfang, baunir, svínakjöt og kjúklingur.
Jamaíka er eyríki í Karíbahafi, sunnan við Kúbu, Haítí og Dómíníska lýðveldið. Eyjan var spænsk nýlenda frá 1509 til 1655, þegar Bretar hertóku hana. Íbúar eyjarinnar eru flestir afkomendur afrískra þræla sem fluttir voru þangað til að vinna á sykurplantekrum. Jamaíka fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1962. Höfuðborg landsins heitir Kingston og í landinu búa um 3 milljónir manna á svæði sem er aðeins stærra en Norður-Múlasýsla. Fjölmargir Jamaíkubúar búa þó í öðrum löndum í heiminum. Opinbert tungumál landsins er enska en tala kreólamál eyjarinnar, sem er blanda af ensku og Vestur-Afrískum málum. Flestir íbúar Jamaíku eru kristnir en á eyjunni er stærsti hópur rastafara í heiminum enda trúin upprunin í landinu. Frá sjálfstæði hefur Jamaíka glímt við háa morðtíðni og í mörg ár hefur landið verið með hæstu morðtíðni í heimi. Jamaísk menning hefur haft mikil áhrif á allan heiminn t.d. er reggae, ska og dub-tónlist upprunin þaðan og eyjan hafði einnig nokkur áhrif á þróun pönksins, hip-hops og rapptónlistar. Stærsta reggae-stjarna allra tíma, Bob Marley, er frá Jamaíku. Jamaísk matarmenning er hins vegar ekki eins vel þekkt og tónlistin þaðan. Helst er það kryddblandan Jamaican Jerk sem er þekkt utan landsins. Matarmenningu Jamaíku svipar til matarmenningu annarra landa í Karíbahafi. Meðal vinsælla hráefna eru allrahanda, avókadó, bananar, kókos og kókosmjólk, hvítlaukur, engifer, gvava, sætar kartöflur, tamarind, ananas, timjan, sjávarfang, baunir, svínakjöt og kjúklingur.
1/2 dl olía
safi úr einu lime
1/4 dl sojasósa
1 tsk allrahanda
1 msk sukrin gold (eða púðursykur)
1 tsk timjan (ferskt timjan væri best)
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
3 vorlaukar, saxaðir
1 jalapeno, saxaður (eða annar chili)
3 sm engifer, saxaður
6 kjúklingalæri
1. Setjið allt nema kjúklinginn í eldfast mót.
2. Setjið kjúklinginn út í og hrærið í eldfasta mótinu.
3. Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða setjið í ofn á 200°C í X mínútur.
4. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Ég var með blómkáls- og brokkolígrjón.
Rétturinn var mjög karabískur og virkilega góður. Ég elska að nota hefðbundin "bökunarkrydd" í uppskriftir. Ég hef ekki aðgang að grilli svo ég varð að elda réttinn í ofni en ég get ímyndað mér að hann yrði enn betri grillaður. Svo mæli ég með því að hlusta á þetta lag með matnum:
Ummæli
Skrifa ummæli