Lúxemborg - F'rell am Rèisleck
Í dag var tvíréttað hjá mér. Ég ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og elda aðalrétt frá Lúxemborg og eftirrétt frá næsta landi, Marshalleyjum.
Lúxemborg er ríki í Vestur-Evrópu sem á landamæri að Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu. Lúxemborg hefur í gegnum tíðina tilheyrt ýmsum konungs- og keisaradæmum en fékk loks sjálfstæði árið 1815 í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna. Höfuðborg landsins heitir Lúxemborg og í landinu búa tæplega 600.000 manns á svæði sem er álíka stórt og Dalabyggð. Í landinu eru þrjú opinber tungumál, þýska, franska og lúxemborgíska, sem er germanskt mál og líkt þýsku. Margir íbúanna eru þrítyngdir. Í Lúxemborg er þingbundin konungsstjórn og stórhertogi landsins, Hinrik af Lúxemborg, hefur töluverð völd. Flestir íbúar landsins eru kaþólskir. Menningin í Lúxemborg er lík því sem gerist í nágrannalöndunum, nóg er af gömlum byggingum og söfnum. Maturinn er einnig líkur því sem gerist í nágrannalöndunum. Kökur, ávaxtabökur, saltkringlur, eplakökur og ostar eru vinsælir í Lúxemborg. Vegna staðsetningar landsins er töluvert af ferskvatnsfiskum borðaðir. Kjöt er mikið borðað, sérstaklega svínakjöt og kjúklingur. Helsta grænmetið eru kartöflur og kál. Hvítvín er vinsælt til matargerðar en landið á einmitt sína eigin útgáfu af franska réttinum Coq au vin —Hong am Rèisleck (ísl. Hani í riesling-víni). Töluvert af hvítvíni er framleitt í landinu. Í réttinum sem ég valdi frá Lúxemborg fær bleikja að leika aðalhlutverkið. Þar sem ég reyni að borða sem minnst af kolvetnum sleppti ég kartöflunum sem hefðu átt að vera með og hafði í staðinn sellerírót.
smjör
500 g bleikja
1-2 shallotlaukar, smátt saxaðir
500 g bleikja
1-2 shallotlaukar, smátt saxaðir
1 dl rieslling-hvítvín
steinselja
graslaukur
4-5 greinar estragon
paprika
100 g sýrður rjómi
1. Byrjið á að að brúna bleikjuna á pönnu í 2-3 mínútur.
2. Setjið bleikjuna í eldfast mót.
3. Steikið shallotlaukinn í smjöri í 3-4 mínútur.
4. Hellið hvítvíninu út á og kryddið með estragoni, steinselju, graslauk og papriku.
5. Hitið að suðu og lækkið síðan hitann og bætið við sýrða rjómanum. Hrærið vel.
6. Hrærið í blöndunni í um 2 mínútur áður en henni er hellt út á fiskinn.
7. Bakið fiskinn við 180°C í 15-20 mínútur.
8. Berið fram með kartöflum eða öðru grænmeti.
2. Setjið bleikjuna í eldfast mót.
3. Steikið shallotlaukinn í smjöri í 3-4 mínútur.
4. Hellið hvítvíninu út á og kryddið með estragoni, steinselju, graslauk og papriku.
5. Hitið að suðu og lækkið síðan hitann og bætið við sýrða rjómanum. Hrærið vel.
6. Hrærið í blöndunni í um 2 mínútur áður en henni er hellt út á fiskinn.
7. Bakið fiskinn við 180°C í 15-20 mínútur.
8. Berið fram með kartöflum eða öðru grænmeti.
Þessi réttur var æðislegur réttur sem ég skil ekki að sé ekki þekktari! Þennan rétt mun ég gera aftur og aftur og aftur. ALGJÖRT ÆÐI! Það eina sem ég gæti sett út á réttinn var að mér fannst ekki nógu mikil sósa!Í eftirrétt hafði ég makadamíuböku frá næsta landi - Marshalleyjum!
Þá eru 20 af 198 löndum í heiminum búin! Næsta stopp eru Marshalleyjar!
Gudden Appetit!
Þá eru 20 af 198 löndum í heiminum búin! Næsta stopp eru Marshalleyjar!
Ummæli
Skrifa ummæli