Ísland - heitur brauðréttur
Ég ætla nú ekki að kynna Ísland neitt sérstaklega á blogginu. Það ættu nú allir að kannast nokkuð vel við landið. Þar sem ég þekki matarmenningu landsins svona svakalega vel ákvað ég að búa til lágkolvetnaútgáfu af hefðbundnum íslenskum rétti. Og hvað er íslenskara en heitur brauðréttur? Þetta er enginn súrmatur og forfeður okkar myndu nú ekki kannast við slíkan rétt en síðustu áratugina hefur þetta verið gríðarlega vinsæll matur í veislur og saumaklúbba.
Brauð:
1/2 dl rifinn parmesanostur
1 egg
100 g rjómaostur
smjör
Fylling:
1/2 dolla smurostur
1 dl rjómi (meira ef þarf)
100 g skinka
1 dós sveppir
rifinn ostur
brie, í sneiðum
1. Setjið parmesanost, egg og rjómaost í skál og þeytið.
2. Smyrjið eldfast mót með smjöri og setjið blönduna í það.
3. Bakið brauðið í 15-20 mínútur við 190°C hita.
4. Á meðan er gott að byrja á fyllingunni. Setjið þá smurost og rjóma í pott og hitið. Sejtið meiri rjóma ef blandan er of þykk.
5. Skerið skinkuna í litla bita og setjið hana ásamt sveppunum út í ostablönduna.
6. Takið brauðið úr ofninum og skafið það úr forminu með spaða og bútið það í bita.
7. Setjið blönduna út á brauðið og dreyfið rifnum osti yfir áður en briesneiðunum er raðað ofan á.
8. Setjið aftur inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinn.
Þessi brauðréttur gefur venjulegum ekkert eftir!
Þessi brauðréttur gefur venjulegum ekkert eftir!
Ummæli
Skrifa ummæli