Lágkolvetnarúnstykki

Þessi rúnstykki eru kannski ekkert sjúklega lág í kolvetnum en nógu lág til að maður geti borðað eina bollu eða tvær. Ég mæli alveg sérstaklega að borða þau með smjöri osti og apríkósumarmelaði frá ViaHealth (til í Nettó a.m.k.). ATH rúnstykkin eru ekki glútenlaus. 

Lágkolvetnarúnstykki
10-12 stykki

1 egg
100 g hrein jógúrt
140 ml vatn
100 g hveitiklíð
2 msk husk
3 msk chiafræ
1 tsk salt
1 msk parmesanostur, rifinn
fræ (má sleppa)

Stillið ofninn á 180°C.
1. Byrjið á að setja egg, jógúrt og vatn í skál og hrærið saman.
2. Setjið restina af hráefnunum fyrir utan fræin út í og blandið saman.
3. Mótið 10-12 kúlur úr deiginu og dýfið í fræblöndu ef þið viljið.
4. Bakið bollurnar í 30-40 mínútur í 180°C heitum ofni.

Ummæli

Vinsælar færslur