Malta - Kahli fil-forn
Malta er eyríki í Miðjarðarhafi, á milli Ítalíu og norðurstrandar Afríku. Opinber tungumál landsins eru tvö, enska og maltneska. Maltneska er eina tungumálið í Evrópu sem er skylt arabísku. Talið er að fólk hafi verið komið til Möltu fyrir a.m.k. 7200 árum og að það hafi komið frá Sikiley. Þá voru á eyjunni dvergnashyrningar og dvergfílar sem dóu fljótlega út. Ýmsar þjóðir hafa eignað sér Möltu í gegnum árin og síðast voru það Bretar. Bretland átti Möltu í um eina og hálfa öld eða til ársins 1964. Nú er Malta orðið sjálfstætt lýðræðisríki og höfuðborgin heitir Valletta. Í landinu búa um 445 þúsund manns á svæði sem er aðeins stærra en Flóahreppur. Malta er mikið ferðamannaland enda er ársmeðalhiti þar 23°C. Lífsgæðin í landinu eru mjög góð en það á þó helst í vanda með ólöglega innflytjendur frá Afríku.
Á Möltu býr í rauninni ein þjóð og því get ég loksins sagt að matarmenningin sé nánast eins fyrir allt landið. Maltverjar borða mat sem er líkur því sem gerist annars staðar við Miðjarðarhafið. Þjóðarréttur landsins hetiir fenek og er kanínukássa. Mikið er borðað af fiski og sjávarfangi, ólífum, pasta, grænmeti, brauði og kartöflum og líka eitthvað af kjöti. Að sjálfsögðu er Malta vestrænt land þar sem heimsvæðingin hefur skollið á eins og víðast hvar og því er þar hægt að fá mat frá öllum heimshornum.
Rétturinn sem ég valdi frá Möltu er mjög bragðgóður fiskréttur. En ekki hvað, er einhver réttur vondur sem inniheldur vín? Rétturinn heitir kahli fil-forn en þar sem ég fann ekki rétta fiskinn (kahli) og notaði þrosk verður hann næstum því að heita merluzz fil-forn sem myndi þá þýða þorskur í ofni.
Kahli fil-forn
2 fiskflök - hvít
1 laukur, í sneiðum
2-3 hvítlauksrif, söxuð
ferskt marjoram eða steinselja (þurrkað marjoram gengur líka)
nokkrir kirsuberjatómatar
nokkrar svartar ólífur
ólífuolía
1 dl hvítvín
2 msk sítrónusafi
salt og pipar
1. Stillið ofninn á 175°C.
2. Setjið smá olíu í eldfast mót og setjið laukinn í botninn.
3. Setjið fiskinn ofan á laukinn og setjið restina af hráefnunum út á. Saltið og piprið eftir smekk.
Afríka: 13 af 54
Asía: 5 af 49
Evrópa: 11 af 46
Eyjaálfa: 7 af 14
Norður Ameríka: 6 af 23
Suður Ameríka: 4 af 12
Samtals: 46 af 198
Ummæli
Skrifa ummæli