Frakkland - Salade Aveyronnaise
Oft er talað um að frönsk matargerðarlist sé sú besta í heimi. Nú er komið að því að athuga hvort það geti verið rétt.
Frakkland er land í Vestur-Evrópu sem á landamæri að Belgíu,
Lúxemborg, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Mónakó, Spáni og Andorra. Frakklandi
tilheyra svo ýmsar eyjar og svæði um heim allan t.d. í Kyrrahafi, Afríkur og
Karabíska hafinu. Höfuðborg Frakklands
heitir París og í landinu búa tæplega 67 milljónir manna á svæði sem er rúmlega
sex sinnum stærra en Ísland. Frakkland hefur verið til sem sérstakt ríki frá 9.
öld og alla tíð verið sjálfstætt. Landið var konungsríki til 1792 en í kjölfar
frönsku byltingarinnar varð það að lýðræðisríki. Frakkland var stórveldi fram
að heimstyrjöldunum og fjölmörg lönd hafa frönsku að opinberu tungumáli. Frönsk
menning er heimsfræg. Meðal frægra Frakka sem hafa skilið eftir sig merk bókmenntaverk
eru t.d. Descartes, Voltaire, Victor Hugo, Alexandre Dumas, Jules Verne og
Charles Perrault, sem samdi m.a. sögurnar um Öskubusku og Þyrnirós. Frönsk
myndlist er sömuleiðis heimsfræg og Frakkar eiga listamenn eins og Manet, Degas
og Monet. Þegar maður hugsar um franska menningu hugsar maður þó líklega til
allra fatahönnuðanna sem þaðan koma, sem eru t.d. Chanel, Dior og Jean-Paul
Gaultier.
Frönsk matarmenning er fáguð og þykir sú flottasta í
heiminum. Hún er ólík eftir landsvæðum, enda er landið stórt. Sem dæmi er smjör
notað til steikingar í norðurhlutanum en í Suður-Frakklandi væri ólífuolía
notuð. Frægir franskir réttir eru t.d. quiche, crèpe, crème brulée, eclair, makkarónur, croque monsieur, coq au vin og svo
mætti lengi telja.
Rétturinn sem ég eldaði frá Frakklandi er ekki sá frægasti og er frá Aveyron-héraði í Suður-Frakklandi.
Rétturinn sem ég eldaði frá Frakklandi er ekki sá frægasti og er frá Aveyron-héraði í Suður-Frakklandi.
Salade Aveyronnaise
1 andabringa, í sneiðum
salt og pipar
250 g kirsuberjatómatar
salt og pipar
250 g kirsuberjatómatar
ólífuolía
1 hvítlauksrif, smátt saxað
100 g blandað salat
nokkur basilikulauf
100 g beikonkurl
nokkur basilikulauf
100 g beikonkurl
50 g valhnetur, saxaðar
100 g roquefort eða gráðostur
Vinaigrette
2 msk sherríedik
4 msk ólífuolía
1. Byrjið á að salta og pipra andabringuna.
2. Setjið andabringuna á kalda pönnu með fituna niður og hitið hana á meðalháum hita í 6-8 mínútur eða þar til fitan byrjar að brúnast.
3. Snúið bringunni svo við og steikið kjöthliðina í 1/2 til 1 mínútu.
4. Setjið bringuna því næst í eldfast mót og stingið inn í 180°C heitan ofn í 6-8 mínútur. Leyfið öndinni að bíða í a.m.k. 10 mínútur áður en hún er skorin í sneiðar.
5. Setjið tómata í eldfast mót og setjið smá ólífuolíu yfir ásamt smátt söxuðum hvítlauk. Eldið í ofninum í um 15 mínútur.
6. Setjið hráefnið fyrir vinaigrette-ið í lítinn pott og hitið þar til það fer að sjóða. Hér getur komið vond lykt af edikinu.
7. Setjið salatið og basilikuna í skál og hellið vinaigrette-inu heitu yfir það svo það fölni örlítið.
8. Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt, ekki er verra að gera það í andafitunni.
9. Raðið tómötunum á salatið og dreifið beikonkurlinu yfir ásamt söxuðum valhnetum og gráðosti.
10. Loks er niðurskorinni andabringunni raðað fallega yfir allt áður en rétturinn er borinn fram.
Ég get ekki sagt annað en að mér fannst þessi réttur æði! Ég skil ekki af hverju þetta salat er ekki þekktara og meira eldað. Þetta mun ég gera aftur, mögulega í matarboði.
Þá eru 51 af 198 löndum búin! Næsta stopp er Svartfjallaland!
1. Byrjið á að salta og pipra andabringuna.
2. Setjið andabringuna á kalda pönnu með fituna niður og hitið hana á meðalháum hita í 6-8 mínútur eða þar til fitan byrjar að brúnast.
3. Snúið bringunni svo við og steikið kjöthliðina í 1/2 til 1 mínútu.
4. Setjið bringuna því næst í eldfast mót og stingið inn í 180°C heitan ofn í 6-8 mínútur. Leyfið öndinni að bíða í a.m.k. 10 mínútur áður en hún er skorin í sneiðar.
5. Setjið tómata í eldfast mót og setjið smá ólífuolíu yfir ásamt smátt söxuðum hvítlauk. Eldið í ofninum í um 15 mínútur.
6. Setjið hráefnið fyrir vinaigrette-ið í lítinn pott og hitið þar til það fer að sjóða. Hér getur komið vond lykt af edikinu.
7. Setjið salatið og basilikuna í skál og hellið vinaigrette-inu heitu yfir það svo það fölni örlítið.
8. Steikið beikonið á pönnu þar til það er orðið stökkt, ekki er verra að gera það í andafitunni.
9. Raðið tómötunum á salatið og dreifið beikonkurlinu yfir ásamt söxuðum valhnetum og gráðosti.
10. Loks er niðurskorinni andabringunni raðað fallega yfir allt áður en rétturinn er borinn fram.
Ég get ekki sagt annað en að mér fannst þessi réttur æði! Ég skil ekki af hverju þetta salat er ekki þekktara og meira eldað. Þetta mun ég gera aftur, mögulega í matarboði.
Þá eru 51 af 198 löndum búin! Næsta stopp er Svartfjallaland!
Afríka: 14 af 54 (26%)
Asía: 6 af 49 (12%)
Evrópa: 14 af 46 (30%)
Eyjaálfa: 7 af 14 (50%)
Norður Ameríka: 6 af 23 (26%)
Suður Ameríka: 4 af 12 (33%)
Samtals: 51 af 198 (26%)
Ummæli
Skrifa ummæli