Benín - Couscous Azindessi

Maturinn í Benín er mjög líkur því sem gerist annars staðar
í Vestur-Afríku. Kjöt er almennt notað sparlega í landinu vegna þess hve dýrt
það er. Maís er mikið notaður, auk jarðhneta, tómata, hrísgrjóna, bauna, kúskús
og ávaxta. Rótargrænmeti er einnig stór partur af fæðu Benína. Pálmaolía er
helst notuð til steikingar.
Couscous Azindessi
3 hvítlaukssrif, smátt söxuð
1 kjúklingatengingur, marinn
1/2 tsk engiferduft
1/4 tsk svartur pipar
kjúklingalæri með beini
1 tómatur, gróft saxaður
1 laukur, gróft saxaður
5 dl kjúklingasoð
3 msk jarðhnetuolía
1 msk tómatmauk
4 msk hnetusmjör
1 tsk salt
100 g salthnetur
4 vorlaukar, smátt sneiddir
1. Setjið hvítlaukinn, kjúklingateninginn, engiferduft og svartan pipar í skál ástam kjúklingnum. Geymið.
2. Setjið tómatinn, laukinn og 2 dl af kjúklingasoðinu í blandara og blandið þar til blandan er orðin að mestu kekkjalaus. Geymið.
3. Takið fram stóra pönnu og hitið 2 msk af olíunni á henni.
4. Brúnið kjúklinginn á pönnunni og bætið svo tómat-lauk-blöndunni út á.
5. Lokið pönnunni þar til fer að sjóða. Hrærið þá tómatmaukinu og hnetusmjörinu út í.
6. Lækkið hitann á miðlungshita og eldið kjúklinginn áfram með lokinu á. 40-45 mínútur.
7. Þynnið sósuna með vatni ef ykkur finnst hún vera orðin of þykk. Saltið eftir smekk.
8. Berið fram með salthnetum og vorlauk út á til skrauts. Venjulega væri kúskús borið fram með þessum rétti en ég gerði lágkolvetna fufu.
Ummæli
Skrifa ummæli