Dóminíka - Kalypsókjúklingur

Matarmenning Dóminíku er mjög lík því sem gerist á öðrum
eyjum Karíbahafsins, sérstaklega á Jamaíka, Sánkti Lúsíu og Trínídad og Tóbagó.
Mikið er um alls kyns kássur sem innihald gjarnan prótein eins og fisk,
nautakjöt eða kjúkling ásamt grænmeti eins og mjölbönunum, sætum kartöflum,
kartöflum, lauk og gulrótum. Vinæl krydd eru m.a. hvítlaukur, engifer og
timjan. Ávextir eins og bananar, kókoshnetur, papaya, gvava, ananas og mangó
eru vinsælir eftirréttir. Tedrykkja á sér margra alda sögu á eyjunni og á rætur
að rekja til frumbyggjanna. Teið er drukkið heilsunnar vegna og inniheldur
gjarnan jurtir sem finnast á eyjunni en ekki lauf af terunnanum. Þjóðarréttur
Dómíniku kallast „fjallakjúklingur“ en er þó ekki búinn til úr kjúklingi heldur
froskalöppum af froski sem er einungis að finna í fjalllendi Dóminíku og
Montserrat og er í mikilli útrýmingarhættu.
Kalypsókjúklingur
fyrir tvo
Þá eru 57 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Papúa Nýja Gínea!
Kalypsókjúklingur
fyrir tvo
700 g kjúklingabitar með beini
salt og pipar
2 hvítlauksrif
ferkst timjan
1 ½ tsk edik
1 msk smjör
1 msk sukrin gold
60 g kasjúhnetur
olía til steikingar
3 sneiðar engifer
2 vorlaukar
60 g sveppir
1 ½ msk rauðvín
1. Setjið kjúklingabitana í skál ásamt, salti,
pipar, einu hvítlauksrifi, ediki og timjan. Marínerið í um 3 klst.
2. Hitið stóra pönnu og bræðið smjörið á
henni. Bætið sukrin gold út á og brúnið svo kjúklinginn á pönnunni þegar sætan
hefur leysts upp. Geymið.
3. Takið fram aðra pönnu og steikið
kasjúhneturnar upp úr smá olíu og setjið hneturnar svo í skál.
4. Á sömu pönnu skuluð þið svo stekja saman restina
af hvítlauknum, sveppi, vorlauk og engifer.
5. Bætið rauðvíninu út á pönnuna með
kjúklingnum ásamt um 1 dl af vatni. Eldið kjúklinginn í um 25 mínútur og þykkið
svo sósuna með smá xanthan gum, ef þið viljið.
6. Dreifið kasjúhnetunum yfir kjúklinginn og
berið fram með lauk- og sveppablöndunni.
Ég verð að segja að ég varð fyrir frekar miklum vonbrigðum með þennan rétt. Ég var búin að lesa á netinu að hann væri mjög góður og vinsæll um allt Karíbahaf en ég er ekki alveg sammála. Þetta var afskaplega sérstakur réttur, ekki vondur en heldur ekki góður.
Þá eru 57 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Papúa Nýja Gínea!
Afríka: 16 af 54 (29%)
Asía: 7 af 49 (14%)
Evrópa: 16 af 46 (34%)
Eyjaálfa: 7 af 14 (50%)
Norður Ameríka: 7 af 23 (30%)
Suður Ameríka: 4 af 12 (33%)
Samtals: 57 af 198 (28%)
Ummæli
Skrifa ummæli