Írak - Qouzi
Írak er land í Mið-Austurlöndum sem á landamæri að Kúveit, Sádí-Arabíu, Jórdaníu, Sýrlandi, Íran og Tyrklandi. Höfuðborg landsins heitir Bagdad og í landinu búa um 37 milljónir manna á svæði sem er fjórum sinnum stærra en Ísland. Opinber tungumál landsins eru arabíska og kúrdíska. Um 95% íbúanna eru múslimar en einnig eru þar kristnir íbúar, ásamt fólki sem aðhyllist jaranisma, jasídatrú og mandeisma. Svæðið sem tilheyrir Írak í dag hét áður Mesópótamía og er talin vagga siðmenningar. Á þessu svæði þróaðist fyrsta ritmálið og fyrstu borgirnar. Í gegnum aldirnar hafa fjölmörg ríki ríkt yfir svæðinu. Þar má nefna m.a. Babýlon, Assýría, Súmer, Rómaveldi, Mongólaveldið, Abbasídar og Tyrkjaveldi. Þegar Tyrkjaveldi liðaðist í sundur eftir fyrri heimstyrjöldina voru núverandi landamæri Íraks ákvörðuð en Írak var í umsjá Breta þar til 1932. Fyrst um sinn var landið konungsríki en kónginum var steypt af stóli árið 1958. Ba‘ath-flokkurinn ríkti yfir landinu frá 1968 til 2003. Á því tímabili fór Írak í tvö stríð, fyrst við Íran 1980-1988 og síðar Kúveit, árið 1991. Bandaríkin og Bretland réðust inn í landið árið 2003 og Saddam Hussein og Ba‘ath-flokkurinn hrökkluðust frá völdum og fjölflokkakerfi var tekið upp. En sagan er ekki búin því í dag glímir íraska stjórnin við mörg vandamál. Þau stærstu eru sjálfsagt íslamska ríkið og átökin við Kúrda, sem vilja fá sjálfstæði. Lífskjör í Írak eru undir meðallagi en alls ekki þau verstu í heiminum heldur. Írak á þriðju mestu birgðir af olíu í heiminum og efnahagur landsins byggir að miklu leyti á þeim.
Íraskir
skúlptúrar og málverk hafa löngum þótt sú besta í arabaheiminum, ásamt teppum
og mottum. Írösk matarmenning á sér mjög
langa sögu og elstu matreiðslubók í heimi. Hefðbundnar máltíðir í Írak hefjast
á mezza (forréttum) áður en farið er í aðalréttinn. Aðalrétturinn getur verið allt
frá kebabi til dolma og yfir í qouzi. Helstu hráefni sem notuð eru í íraska
matargerð eru:
Grænmeti: eggaldin, tómatar, laukur, okra,
kartöflur, kúrbítur og paprika
Baunir: linsubaunir, kjúklingabaunir og
grænar baunir.
Kornmeti: hrísgrjón, bulghur, hveiti og
bygg.
Ávextir: ólífur, döðlur, rúsínur, apríkósur,
plómur, fíkjur, granatepli og sítrusávextir.
Ostar: feta og halloumiostur.
Krydd: cumin, kanill, kardimommur,
kóríander, mynta, óreganó, saffron, timjan, túrmerik og súmak. Kryddblöndur:
baharat og za‘atar.
Hnetur og fræ: sesamfræ, pistasíur, möndlur,
valhnetur, heslihnetur og furuhnetur.
Annað: ólífuolía, tamarind,
vermicelli-núðlur, tahini, hunang, döðlusíróp, jógúrt og rósavatn.
Lambakjöt
er lang vinsælasta kjötið í Írak en kjúklingur, nautakjöt, geitakjöt og fiskur
er einnig borðaður. Flatbrauð er borðað með nánast öllu. Helstu eftirréttir eru
baklava, halva og kleicha, sem er þjóðarsmákaka Írak.
Ég
ákvað að elda qouzi frá Írak. Qouzi er mjög gamall réttur og var m.a. gríðarlega
vinsæll á miðöldum. Venjulega er heilt nýslátrað lamb notað en ég notaði nú
bara skanka og setti fyllinguna í botninn á eldföstu móti og lambakjötið ofan
á. Þessi hátíðarmatur kemur m.a. fram í 1001 nótt. Hér er tveggja manna lágkolvetna-útgáfan mín af þessum rétti:
Qouzi mahshi
fyrir tvo-þrjá
2 tsk baharat
1 tsk kardimommur
1 tsk kanill
1 tsk rifin svört sítróna (til í Krydd- og tehúsinu)
1/2 tsk allrahanda
1 tsk salt
2 lambaskankar
olía
1 laukur, gróft saxaður
100 g möndluflögur
1 msk rúsínur
2 msk grænar baunir
4-6 dl brokkolígrjón
1. Byrjið á að blanda saman kryddunum.
2. Nuddið kryddunum á lambaskankana.
3. Hitið olíu á pönnu (sem má fara í ofn) og steikið laukinn á henni í nokkrar mínútur.
4. Bætið möndluflögunum út á og eldið áfram í 2-3 mínútur áður en rúsínurnar og grænu baunirnar fara út á.
5. Setjið brokkolígrjónin út á pönnuna og blandið öllu vel saman.
6. Setjið lambaskankana á pönnuna og setjið afgangskryddið með líka.
7. Setjið lok á pönnuna og skellið henni inn í ofn og eldið kjötð á 175°C hita í einn til tvo tíma.
Qouzi mahshi
fyrir tvo-þrjá
2 tsk baharat
1 tsk kardimommur
1 tsk kanill
1 tsk rifin svört sítróna (til í Krydd- og tehúsinu)
1/2 tsk allrahanda
1 tsk salt
2 lambaskankar
olía
1 laukur, gróft saxaður
100 g möndluflögur
1 msk rúsínur
2 msk grænar baunir
4-6 dl brokkolígrjón
1. Byrjið á að blanda saman kryddunum.
2. Nuddið kryddunum á lambaskankana.
3. Hitið olíu á pönnu (sem má fara í ofn) og steikið laukinn á henni í nokkrar mínútur.
4. Bætið möndluflögunum út á og eldið áfram í 2-3 mínútur áður en rúsínurnar og grænu baunirnar fara út á.
5. Setjið brokkolígrjónin út á pönnuna og blandið öllu vel saman.
6. Setjið lambaskankana á pönnuna og setjið afgangskryddið með líka.
7. Setjið lok á pönnuna og skellið henni inn í ofn og eldið kjötð á 175°C hita í einn til tvo tíma.
Afríka: 16 af 54 (29%)
Asía: 9 af 49 (18%)
Evrópa: 16 af 46 (34%)
Eyjaálfa: 8 af 14 (57%)
Norður Ameríka: 7 af 23 (30%)
Suður Ameríka: 4 af 12 (33%)
Samtals: 60 af 198 (30,3%)
Ummæli
Skrifa ummæli