Singapúr - Masalafiskur
Hvar? Singapúr er borgríki á eyju við suðurodda Malasíu.
Höfuðborg: Singapúr
Stærð: 719 km2 (sem er einum ferkílómeter stærra en Árneshreppur á Ströndum)
Mannfjöldi: 5,6 milljónir
Íbúar: Íbúar landsins eru flestir af kínversku bergi brotnir (74,3%), því næst koma Malasar (13,3%) og Indverjar eru 9,1% landsmanna.
Þá eru 66 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Úrúgvæ!
Höfuðborg: Singapúr
Stærð: 719 km2 (sem er einum ferkílómeter stærra en Árneshreppur á Ströndum)
Mannfjöldi: 5,6 milljónir
Íbúar: Íbúar landsins eru flestir af kínversku bergi brotnir (74,3%), því næst koma Malasar (13,3%) og Indverjar eru 9,1% landsmanna.
Tungumál: Það eru fjögur opinber tungumál í Singapúr. Þau eru enska, malasíska, manarín kínverska og tamílska.
Trúarbrögð: Mörg trúarbrögð eru í landinu. Flestir íbúanna eru búddhatrúar (31%), næst kemur kristni (20%), 18,5% íbúanna eru trúalausir, 14% aðhyllast íslam, 10% taoisma og loks eru 5% íbúanna hindúatrúar.
Lífsgæði: Mjög mikil, 5. bestu í heiminum. Lítil spilling en launaójöfnuður er sá mesti af öllum þróuðum löndum heimsins. Singapúr hefur hæsta hlutfall milljónamæringa. Um 1 af hverjum 6 heimilum hafa meira en milljón bandaríkjadala í ráðstöfunarfé. Launaójöfnuður landsins stafar af því að þar eru engin lágmarkslaun.
Helstu atvinnuvegir: Í Singapúr er mjög þróað markaðshagkerfi og flestir íbúanna eru því í þjónustustörfum.
Stjórnarfar: Lýðveldi þar sem forsætisráðherra (og þingið/ríkisstjórnin) ræður mestu. Forseti landsins er í dag Halimah Yakob og hún er fyrsta konan til að gegna því starfi.
Saga: Ástæða þess að Singapúr er jafn mikið fjölmenningarríki og raun ber vitni má finna í sögu landsins. Á miðöldum var eyjan einfaldlega hluti af restinni af Malakkaskaga. Núverandi byggð var hins vegar stofnuð af Bretum árið 1819 því þá vantaði höfn til að stoppa á, á leiðinni til Kína. Borgin óx hratt alla 19. öld og varð á endanum ein mikilvægasta hafnarborgin í heimshlutanum. Í seinni heimstyrjöldinni hertóku Japanar Singapúr og sönnuðu þar með að Bretar gætu ekki varið lönd sín í Asíu. Eftir stríð fóru Singapúrar því að krefjast sjálfstæði. Landið fékk heimastjórn árið 1955 og sýndi mikinn áhuga þegar átti að stofna Malasíu, sem var gert árið 1963 og Singapúr fékk að vera með. Malasía ákvað hins vegar að reka Singapúr úr sambandinu vegna ótta við að viðskiptaveldið í Singapúr myndi ógna höfuðborginni, Kúala Lúmpúr. Þar með Singapúr sjálfstætt ríki. Í Singapúr hefur alltaf verið mikil þörf fyrir erlent vinnuafl og í dag eru um 2 milljónir íbúanna af erlendum uppruna. Allt frá sjálfstæði og til 2011 ríkti Aðgerðarflokkur alþýðunnar ríkjum í landinu og í raun var flokksræði í landinu. Það hefur nú breyst.
Matarmenning: Þrátt fyrir að Singapúr sé lítið land er matarmenningin ansi fjölbreytt. Það er vegna þess hve mörg mismunandi samfélög þrífast innan Singapúr. Stór hluti Singapúra er af kínverskum uppruna og því er stór partur af matnum blanda af malasískum og kínverskum mat. Eins eru mikil áhrif frá nálægum löndum eins og Indónesíu, Tælandi og Filippseyjum sem og Bretlandi. Sérstaklega er mikið borðað af fiski og öðru sjávarfangi í Singapúr, sérstaklega krabba. Singapúrar reyna að taka tillit til sem flestra og því er svína- og nautakjöt minna notað, hindúanna og múslimanna vegna. Hrísgrjón og núðlur eru borðaðar með nánast öllum mat.
Rétturinn sem ég ákvað að elda frá Singapúr var masalafiskur. Masalafiskur er eiginlega steiktur fiskur með kókosraspi.
Masalafiskur
500 g hvítur fiskur, í bitum
olía
nokkur karrýlauf
Masalamauk:
250 g kókosmjöl
1 msk svartur pipar
1 msk cuminfræ
1 1/2 msk fennelfræ
2 msk chiliduft
1/4 tsk túrmerik
1 hvítlauksrif
1-2 cm engifer
1 tsk salt
vatn
1. Byrjið á að setja allt sem á að fara í masalamaukið í blandara. Bætið vatni við eftir þörfum.
2. Blandið þar til blandan er kekklaus.
3. Setjið blönduna í skál og fiskinn út í hana.
4. Hitið olíu á pönnu og setjið karrýlaufin út í olíuna.
5. Takið fiskinn úr masalablöndunni og steikið á pönnunni í um 5 mínútur á hvorri hlið. Geymið masalablönduna.
6. Setjið fiskinn á fat þegar hann er tilbúinn.
7. Sigtið olíuna sem eftir er á pönnunni svo ekkert af brenndum kókosbitum sé á henni. Setjið svo olíuna aftur á pönnuna.
8. Bætið við meiri olíu ef þarf áður en masalamaukið er sett út á.
9. Eldið maukið í um 30 mínútur.
10. Berið fiskinn fram með masalamaukinu. Venjulega væru hrísgrjón borðuð með þessum rétti.
Mér fannst þessi réttur bara frekar góður. Ég gerði þó þau grundvallar mistök að nota kókoshveiti og halda að það væri í lagi. Ég er nokkuð viss um að rétturinn hefði verið töluvert betri ef ég hefði bara notað venjulegt kókosmjöl, eins og átti að gera.
Afríka: 18 af 54 (33%)
Asía: 10 af 49 (20%)
Evrópa: 18 af 46 (39%)
Eyjaálfa: 8 af 14 (57%)
Norður Ameríka: 7 af 23 (30%)
Suður Ameríka: 5 af 12 (42%)
Samtals: 66 af 198 (33,3%)
Ummæli
Skrifa ummæli