Eitt ár! - Fimm vinsælustu uppskriftirnar
Þá er komið eitt ár síðan ég stofnaði þessa síðu og fór að blogga. Hér eru fimm vinsælustu uppskriftir þessa fyrsta árs.
Í fimmta sæti er einföld en góð uppskrift frá Þýskalandi. Currywurst!
Fjórða vinsælasta uppskriftin er önnur mjög einföld og klassísk uppskrift. Steik með chimichurri frá Argentínu.
Bronsið fær svo uppáhaldssúpan mín, pho ga, frá Víetnam!
Í öðru sæti er þessi gómsæti kjúklingur frá Jamaíka.
Vinsælasta uppskrift ársins er sennilega ein af uppáhalds uppskriftunum mínum. Hana hef ég gert ótal sinnum og hún klikkar aldrei. Kjúklingatagine með niðursoðnum sítrónum og ólífum!
Takk fyrir mig! Ég mun halda áfram næsta árið því enn eru 114 lönd eftir.
Ummæli
Skrifa ummæli