Spánn - þrír réttir


Margir þekkja Íslendingar þekkja Spán nokkuð vel. Spánn er mikið ferðamannaland. Þar er hlýtt og gott og maturinn er frábær. 
Spænsk matarmenning er einstök og hefur haft áhrif á mat í fjölmörgum öðrum löndum, sérstaklega í fyrrum nýlendum sínum í Suður Ameríku. Hvert hérað hefur sína rétti og sérstöðu en almennt inniheldur spænskur matur mikið af kjöti eða fiski, brauði, grænmeti, hrísgrjónum, ólífum og ólífuolíu. 
Hádegismatur er aðalmáltíð dagsins á Spáni og hann getur stundum innihaldið nokkra rétti. Léttari máltíð er snædd að kvöldi.
Spánn á marga heimsfræga rétti. Þeir eru t.d. churros, krókettur, paella, gazpacho, empanadas, crema catalana og alls kyns tapasréttir.
Ég ákvað að elda þrjá rétti frá Spáni. Þeir voru patatas bravas, san jacobo tapa og crema catalana.

San Jacobo tapa
8 sneiðar hamborgarhryggur
4 ostsneiðar
2 1/2 dl möndlumjöl
2 egg
2 msk vatn
salt og pipar
ólífuolía

1. Leggið ostsneiðarnar á milli tveggja skinkusneiða.
2. Þeytið saman egg og vatn með píski.
3. Setjið möndlumjöl í djúpan disk og saltið og piprið.
4. Dýfið skinku- og ostsneiðunum ofan í eggjablönduna og svo yfir í möndlumjölið. Þekjið alveg með möndlumjöli.

5. Steikið sneiðarnar í ólífuolíu á pönnu þar til þær eru gullinbrúnar.

Patatas bravas
1 grasker (eða einhver rót)
ólífuolía
1/2 tsk salt
sósa
2 msk mæjónes
2-3 dropar hot sauce
1 tsk sætt eða reykt paprikuduft
1/8 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk salt
2-3 msk vatn

1. Stillið ofninn á 190°C. 
2. Skerið niður grasker í bita og raðið á bökunarplötu. Saltið og dreifið smá ólífuolíu yfir.
3. Bakið í ofninum í 30 mínútur.
4. Á meðan kartöflurnar eldast er sósan útbúin. Hún er búin til með því að blanda öllum hráefnunum saman í skál.

5. Setjið kartöflurnar á disk þegar þær eru tilbúnar og dreifið sósunni yfir.

Crema Catalana
4 stórar eggjarauður
2 1/2 dl sæta
1 kanilstöng
börkur af 1 sítrónu
5 dl rjómi

1. Setjið eggjarauður og sætu saman í pott og þeytið þar til blandan verður froðukennd.
2. Bætið kanilstöng og sítrónuberki út í og hrærið.
3. Bætið rjómanum saman við og hitið blönuna hægt og hrærið stöðugt á meðan. Blandan á þá að byrja að þykkna örlítið.
4. Takið pottinn af hellunni þegar blandan hefur þykknað örlítið.
5. Veiðið kanilstöngina upp úr og hellið blöndunni í 4-6 lítil eldföst mót.
6. Kælið í ísskáp í 2-3 klst.
7. Rétt áður en bera á eftirréttinn fram skal hita ofninn nokkuð vel, yfr 200°C. 
8. Stráið smá sætu, t.d. sukrin gold, út á creama catalana-ið og stingið formunum í ofninn.
9. Bakið þar til sætan hefur bráðnað og orðið brún (5-10 mín).

10. Berið réttinn fram annað hvort heitan eða kaldan. 

Mér fannst allir þessir réttir virkilegar góðir og einfaldir. San Jacobo skinkan var æði ef maður vill bara léttan kvöldmat og patata bravas-sósan var líka ótrúlega góð. Ég verð nú að segja að jafnvel sykurbráðin á crema catalana tókst mjög vel hjá mér. Crema catalana er eftirréttur sem klikkar ekki.


Þá eru 95 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Pakistan!



Afríka: 27 af 54 (50%)
Asía: 16 af 49 (32%)
Evrópa: 25 af 46 (54%)
Eyjaálfa: 9 af 14 (64%)
Norður Ameríka: 11 af 23 (47%)
Suður Ameríka: 7 af 12 (58%)


Samtals: 95 af 198 (47,9%)

Ummæli

Vinsælar færslur