Danmörk - Frikadeller med kold kartoffelsalat
Okkar gömlu herraþjóð þarf varla að kynnar fyrir Íslendingum. Við lærum tungumálið í nokkur ár í skólanum og þar hafa nokkuð margir Íslendingar búið. Maturinn okkar er að miklu leyti innblásinn af dönskum mat, t.d. flest okkar bakkelsi í bakaríunum og flestur klassískur 20. aldar-heimilismatur.
Rétturinn sem ég ákvað að elda frá Danmörku eru frikadeller með kartöflusalati. Þetta er einfaldlega klassískur danskur réttur sem ég ákvað að gera lægri í kolvetnum.
Rétturinn sem ég ákvað að elda frá Danmörku eru frikadeller með kartöflusalati. Þetta er einfaldlega klassískur danskur réttur sem ég ákvað að gera lægri í kolvetnum.
Kjötbollur
500 g svínahakk
1 laukur, mjög smátt saxaður
salt
pipar
kartöflusalat
500 g grasker (eða t.d. steinseljurót), í bitum og eldað
2 dl sýrður rjómi (18%)
1 dl mæjónes
1 laukur, smátt saxaður
1/2 msk sinnep
1/2 tsk sæta
1/2 msk eplaedik
salt og pipar
1 lítil sýrð gúrka, smátt skorin
1. Setjið allt sem fer í bollurnar í skál og blandið vel saman.
2. Mótið bollur og meðhöndlið deigið bara alveg nógu mikið svo þær festist almennilega saman.
3. Steikið svo kjötbollurnar á pönnu upp úr smjöri.
4. Allt sem fer í kartöflusalatið er sett í skál og blandað saman.
Þetta var bara afskaplega góður en kunnuglegur matur. Kartöflusalatið var mjög gott og klárlega uppskrift sem ég get notað aftur. Ég er ekki mikið fyrir kjötbollur en þetta fannst mér mjög gott og ég fékk mér nokkrum sinnum á diskinn.
Þá eru 97 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Túnis!
Afríka: 27 af 54 (50%)
Asía: 17 af 49 (34%)
Evrópa: 26 af 46 (56%)
Eyjaálfa: 9 af 14 (64%)
Norður Ameríka: 11 af 23 (47%)
Suður Ameríka: 7 af 12 (58%)
Samtals: 97 af 198 (49%)
Ummæli
Skrifa ummæli