Norður Kórea - Bulgogi Jeongol
Mynd: Random Institute |
Rétturinn sem ég valdi frá Norður-Kóreu heitir bulgogi joengol er pottréttur sem er gjarnan eldaður þegar nota þarf afganga af bulgogi sem er afskaplega vinsæll réttur í Kóreu.
Bulgogi joengol
500 g þunnt skorið nautakjöt
marínering
3 msk sojasósa
1-2 msk sæta (t.d. fiber siróp)
1 msk hrísgrjónavín eða mirin
1 msk saxaður hvítlaukur
1 msk sesamolía
1/8 tsk svartur pipar
fyrir soðið
3 þurrkuð þarablöð
85 g radísur, í bitum
1/4 laukur
1 msk sojasósa
salt og pipar
grænmetið
1 gulrót
2 kínakálsblöð eða bok choy
1/2 laukur
4 sveppir (helst shiitake, ostru eða enoki)
2 vorlaukar
vatnakarsi
1 rauður chili (má sleppa)
núðlur (kúrbítsnúðlur t.d.) (má sleppa)
1. Byrjið á að marínera kjötið og geyma í skál á meðan annað er undirbúið.
2. Setjið líter af vatni í pott og setjið grænmetið sem á að fara í soðið út í. Sjóðið í 15 mínútur og hendið svo grænmetinu áður en sojasósan, salt og pipar er sett út í.
3. Skerið grænmetið í mjóa stöngla. Laukurinn fer í þunnar sneiðar og sveppirnir líka.
4. Raðið svo grænmetinu og kjötinu ofan á soðið og berið fram. Ef afgangur er af grænmetinu er það sett á borðið líka til að bæta á.
Mér fannst þessi pottréttur alveg æðislegur og ég sé fyrir mér að gera hann aftur eða nota þessa hugmynd ef það er afgangur af einhverju í ísskápnum. Ég mæli með að prófa þessa uppskrift.
Þá eru 103 af 198 löndum búin. Næsta stopp er Kamerún!
Afríka: 28 af 54 (52%)
Asía: 20 af 49 (40%)
Evrópa: 26 af 46 (56%)
Eyjaálfa: 10 af 14 (71%)
Norður Ameríka: 12 af 23 (52%)
Suður Ameríka: 7 af 12 (58%)
Samtals: 103 af 198 (52%)
Ummæli
Skrifa ummæli