Tansanía - mchuzi wa samaki
Mynd: Majkl Velner |
Tansanía var næst en það er land í Austur-Afríku sem á landamæri að Kenía, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Lýðveldinu Kongó, Sambíu, Malaví og Mósambík. Höfuðborg landsins heitir Dódóma og í landinu búa rúmar 55 milljónir manna á svæði sem er rúmlega níu sinnum stærra en Ísland. Meirihluti landsmanna eru kristnir (61%) en margir eru múslímar (35%). Í Tansaníu eru töluð yfir 100 mismunandi tungumál. 10% þjóðarinnar hefur þó svahílí að móðurmáli og um 90% tala hana sem annað tungumál og því er málið nokkurs konar "lingua franca" landsins og er notað í stofnunum, skólum og á þinginu. Margir tala líka ensku.
Saga mannsins í Tansaníu er með því lengsta sem gerist og Olduvaigjáin í norðuhluta landsins er stundum kölluð "vagga mannkyns" og ótal steingervingar ýmissa frummanna hafa fundist í landinu. Fyrir um 5-3000 árum flutti fólk, sem talaði kúsmál, með sér landbúnað og akuryrkju og fyrir um 2000 árum fluttu bantúmenn á svæðið og tóku járnvinnslu með sér. Einhvern tímann á fyrsta árþúsundinu e.kr. hófu Persar og Arabar verslun við strandhéruð landsins og einhverjir landsmanna gerðust múslímar. Margar borgir og bæir urðu til við þessa verslu sem elfdust efti því sem viðskipti urðu meiri á 13.-15. öld. Fyrstur Evrópubúa sem kom til Tansaníu var Vasco da Gama frá Portúgal. Portúgal hafði svo lagt undir sig alla strandlengjuna um 1525. Portúgalir ríktu yfir svæðinu til loka 18. aldar þegar Arabar frá Óman tóku við stjórninni. Seint á 19. öld náði Þýskaland öllu landinu, nema Sansibar. Eftir fyrra stríð varð landið svo breskt en landið fékk svo sjálfstæði árið 1960 en þá undir nafninu Tanganjika. Sansibar fékk sjálfstæði þremur árum seinna og myndaði ríkjasamban með Tanganjiku og saman heita löndin Tansanía í dag. Eftir sjálfstæði og sameiningu varð Julius Nyerere forsætisráðherra. Hann tók upp afríska jafnaðarstefnu og þjóðnýtti nokkrar lykilatvinnureinar en með fylgdi flokksræði þar sem aðeins einn flokkur var leyfður. Tansanía fór í stríð við Úganda árið 1979 því stjórn Úganga ætlaði að leggja undi sig Kagerahérað. Tansanía vann það stríð. Árið 1992 var gerð stjórnarskrárbreyting og stjórnarflokkurinn var ekki lengur eini löglegi flokkur landsins. Sá flokkur ræður þó ríkjum enn í dag. Íbúar Tansaníu búa við frekar slæm lífskjör í dag. Það hafa ekki allir aðgang að hreinu vatni eða salernisaðstöðu, fjöldi fólks fær ekki nóg að borða, um 3% landsmanna eru HIV-jákvæðir og meðal íbúi getur búist við að verða 61 árs.
Matarmenning Tansaníu er að sjálfsögðu mismunandi eftir héruðum. Við strendur landsins er sterkur matur algengur og mikið notað af kókosmjólk við matargerðina. Inn til landsins er meira borðað af hrísgrjónum, maís, brauði og kjöti. Algengt grænmeti sem notað er í tansaníska matargerð er okra, spínat, grænar baunir og kassavalauf. Að minnsta kosti 17 mismunandi tegundir af banönum eru ræktaðar í landinu og notaðar í eldamennskuna. Nokkuð er um innflytjendur frá Indlandi í Tansaníu og það hefur sitt að segja um bragðið á matnum eins öll verslunin við önnur lönd við Indlandshafið í gegnum aldirnar.
Rétturinn sem ég eldaði frá Tansaníu er klárlega frá strandhéruðum landins því hann virkar mjög indverskur að sjá og í hann er notuð kókosmjólk.
Mchuzi wa samaki
500 g fiskur, í bitum
2 msk olía
1 laukur, í sneiðum
2 msk karríduft
1/2 tsk chiliduft
1 tsk túrmerik
1/2 tsk kóríanderduft
1 msk engifer, saxaður
1 msk hvítlaukur, saxaður
6 tómatar, saxaðir
400 ml kókosmjólk
1 msk tamarindmauk
ferskt kóríander
1. Hitið olíu í djúpri pönnu og steikið laukinn á henni í nokkrar mínútur.
2. Bætið karrídufti, chili, túrmeriki og kóríander við og steikið aðeins áfram.
3. Hrærið engifer og hvítlauk út á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mín.
4. Bætið tómötunum út í og eldið áfram í 5 mínútur.
5. Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna, blandið og eldið sósuna í 30 mínútur.
6. Bætið loks tamarindmaukinu út á pönnuna og blandið saman við sósuna.
7. Í lokin eru fiskbitarnir settir út í sósuna og passað að þeir séu alveg þakktir sósu.
8. Eldið fiskinn í 7-8 mínútur og setjið ferskt kóríander út á í lokin.
Þessi réttur var bara mjög góður karrýréttur. Eitt af bestu fiskikarrýunum sem hef smakkað. Ég elska tamarind með fiski því það gefur svo ótrúlega frískandi bragð. Ég mæli með að prófa þetta karrý
Afríka: 30 af 54 (55%)
Asía: 24 af 49 (49%)
Evrópa: 27 af 46 (59%)
Eyjaálfa: 10 af 14 (71%)
Norður Ameríka: 13 af 23 (56%)
Suður Ameríka: 7 af 12 (58%)
Samtals: 111 af 198 (56%)
Ummæli
Skrifa ummæli