Madesu - baunaréttur frá Kongó
Madesu
1 laukur, saxaður4 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 vorlaukar, sneiddir
1 dós hakkaðir tómatar
1 tsk chilimauk
2 lárviðarlauf
1 tsk kóríanderduft
500 g blandaðar baunir í dós
2 grænmetisteningar
1/4 tsk múskat
1 lúka blandaðar kryddjurtir (ég notaði steinselju og kóríander)
rauð pálmaolía (eða matarolía)
salt (ef þarf)
1. Byrjið á að skera niður grænmetið og hafa það tilbúið.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk og vorlauk í nokkrar mínútur.
3. Bætið við tómötum, lárviðarlaufum og chilimauki og látið malla í 10-15 mínútur.
4. Setjið kóríanderduft, baunir, grænmetisteninga, múskat og kryddjurtir út á pönnuna og hrærið vel.
5. Bætið við 2 dl af vatni, hrærið og leyfið svo sósunni að þykkna aftur í 15-20 mínútur.
6. Smakkið til með salti ef þarf og berið fram með hrísgrjónum.
Ég er þegar búin að búa til þennan rétt og frysta fyrir jóladag. Hann verður svo einfaldlega hitaður upp þá. Ég smakkaði að sjálfsögðu áður en rétturinn fór í frystinn og ég verð að segja að hann kom rosalega skemmtilega á óvart. Ég var ekki búin að gera mér neinar vonir um að fá bragðmikil og spennandi jól frá Mið-Afríku en þessi réttur er æði. Bragðmikill baunaréttur sem ég mæli með!
Ummæli
Skrifa ummæli