Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Mömmukökuostakaka

Jólin nálgast óðfluga og þá er við hæfi að baka eina virkilega jólalega köku. Mömmukökur eru uppáhalds smákökurnar mínar og mér finnst þær alveg ómissandi fyrir jólin. Hér eru mömmukökur komnar í ostakökubúning og þessi gæti alveg verið hinn fínasti eftirréttur á jólunum. Ég mæli með þessari fyrir næsta jólaboð. Mömmukökuostakaka Botn 200 g mömmukökur án krems 85 g smjör Fylling 200 g mascarponeostur 250 g vanilluskyr 100 g flórsykur 2 dl rjómi 4 matarlímsblöð 1 tsk vanillusykur Sósa 75 g rjómatöggur 2-3 msk rjómi Til skrauts Rjómi Litlar mömmukökur 1. Byrjið á að stilla ofninn á 170°C og blástur. 2. Takið fram 20 cm smelluform og setjið bökunarpappír í botninn. 3. Myljið mömmukökur án krems í matvinnsluvél og bræðið smjör. Blandið saman og hellið í smelluformið. 4. Þjappið mömmukökumylsnunum í botninn og til hliðanna á forminu.  5. Bakið í ofni í 10 mínútur og kælið síðan. 6. Á meðan er hægt að byrja á fyllingunni með því að setja mascarponeost í skál og þeytið þangað til osturinn...

Nýjustu færslur

Madesu - baunaréttur frá Kongó

Suya - kjúklingaspjót frá Kamerún

Ítalía - cosciotto arrosto

Tansanía - mchuzi wa samaki

Íran - joojeh kebab

Maldíveyjar - mas huni

Bangladess - Kata Moshlar Mangsho

St. Vinsent og Grenadínur - cod blaff

Nepal - Tarkarikjúklingur

Serbía - svinjski ražnjići sa urnebes